UM OKKUR

við framleiðum gæðavöru fyrir íslenska neytendur

Heim           Um okkur           Stofnræktun           Fjölmiðlar      Hafa samband   

 

STOFNUN FÉLAGS KJÚKLINGABÆNDA

Með árunum fjölgaði í hænsnastofninum og auk eggjanna varð fuglakjötið sífellt algengara á borðum landsmanna. Eggjabændur stofnuðu með sér landssamband árið 1949 og var hugmyndin sú að sambandið tæki að sér mestan hluta sölunnar í landinu. Þessi samtök voru lögð niður árið 1954 og Samband eggjaframleiðenda stofnað í staðinn. Framleiðsluráð landbúnaðarins veitti sambandinu einkasöluleyfi sem reyndist þó ekki haldbært og hætti sambandið árið 1961. Fór þá hver framleiðandi að selja fyrir sig. Félag kjúklingabænda var svo stofnað 1988.

KJÚKLINGABÆNDUR

Fjögur stofnbú. Fjórar útungunarstöðvar, þar af ein útungunarstöð sameiginleg fyrir útungun á kjúklingum, kalkúnum og varphænum. 82 eldishús á 27 búum, með pláss fyrir 720.000 fugla. Talið er fullvíst að íslensku landnámsmennirnir hafi haft með sér fugla til búskapar og afurðir þeirra fugla hafi verið nokkur þáttur í afkomu þeirra. Með öðrum orðum að fuglabúskapur hafi verið stundaður í einhverjum mæli á Íslandi alla tíð.

STEFNA OG MARKMIÐ

  1. Félag kjúklingabænda gætir hagsmuna félagsmanna gagnvart þriðja aðila.
  2. Félagið er aðili að Stofnunga sf. og gætir þar hagsmuna félagsins. Félagið tilnefnir aðal- og varamenn í stjórn Stofnunga sf. Stjórnarmenn sem tilnefndir verða í stjórn Stofnunga sf. skulu koma úr röðum stofnræktenda.
  3. Félagið skað vinnað að aukinni neyslu afurða félagsmanna með upplýsingagjöf, auglýsingum og öðrum markaðstengdum aðgerðum.

STOFNINN

Flutt er inn frjóegg bæði hana- og hænulínu og notaður er stofninn Ross 308. Aviagen er framleiðslufyrirtæki á vörumerkjum Ross samsteypunnar og er staðsett í Svíþjóð.

LESA MEIRA....

FRAMLEIÐSLA

Á sjöunda áratugnum hófst ræktun holdakjúklinga í fyrsta sinn að einhverju marki og kjötið varð brátt eftirsótt á borðum landsmanna.

 

LESA MEIRA....

ELDI

Hænur og hanar sem koma úr innfluttu eggjunum eru hafðir í sóttkví en eru síðan fluttir í stofnbú þar sem þeir verða foreldrafuglar fyrir eldisfuglinn.

LESA MEIRA....

Heim        Um okkur         Stofnræktun        Fjölmiðlar       Hafa samband