LÖG um dýravelferð

Lög nr. 55.  8. apríl 2013

MARKMIÐ, GILDISSVIÐ OG SKILGREININGAR

I. kafli. Markmið, gildissvið og skilgreiningar.

 

1. gr. Markmið.

Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.

 

2. gr. Gildissvið.

Lög þessi taka til hryggdýra auk tífætlukrabba, smokkfiska og býflugna. Lög þessi gilda einnig um fóstur þegar skynfæri þeirra eru komin á sama þroskastig og hjá lifandi dýrum. Lög þessi taka ekki til hefðbundinna veiða og föngunar á villtum fiski. Ákvæði laga þessara eru lágmarksreglur um meðferð dýra.

 

3. gr. Skilgreiningar.

Í lögum þessum, reglugerðum og öðrum stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli þeirra er merking orða sem hér segir:

  1. Dýrahald: Hvert það fyrirkomulag þar sem dýr eru haldin, hvort sem það er í atvinnuskyni eða ekki.
  2. Föngun: Að ná dýri lifandi.
  3. Hálfvillt dýr: Dýr sem ekki eru merkt í samræmi við 22. gr. og ganga laus.
  4. Læknisaðgerð: Aðgerð eða meðhöndlun að undangenginni sjúkdómsgreiningu dýralæknis, þ.m.t. gelding án rofs á húð.
  5. Meðhöndlun: Aðgerð, önnur en læknis- eða skurðaðgerð, þar sem gripið er inn í líkama eða atferli dýra, svo sem fæðingarhjálp, klaufhirða, járningar, rúningur, snyrting.
  6. Skurðaðgerð: Aðgerð sem felur í sér rof á húð eða slímhúð, þó ekki með nálum.
  7. Umráðamaður: Eigandi dýrs eða annar aðili sem er ábyrgur fyrir umsjá dýrs.
  8. Umsjá: Umönnun, fóðrun og varsla dýra.
  9. Veiðar: Að ná dýri í þeim tilgangi að deyða það.

 

Lögin í heild sinni má nálgast hér:  Lög um dýravelferð

 

Heim           Um okkur           Stofnræktun           Fjölmiðlar      Hafa samband   

 

Heim        Um okkur         Stofnræktun        Fjölmiðlar       Hafa samband